Fimmtudaginn 25. nóvember nk. verður fjáröflunarkvöldverður fyrir nímenningana í Húsinu, Höfðatúni 12 (gamla húsnæði Borgarahreyfingarinnar, þar sem Food Not Bombs, bókasafn Andspyrnu og hjólaverkstæðið Keðjuverkun eru til húsa).

Húsið opnar kl. 20:00 en þau sem vilja aðstoða við eldamennskuna geta komið klukkan 17:00. Einnig er fólki velkomið að koma með mat sjálft og leggja þannig sitt til kvöldsins.

Maturinn verður framreiddur gegn frjálsum framlögum sem renna beint í lögfræði- og stuðningssjóð nímenninganna. Einnig verður boðið upp á tónlist og stutta kynningu á dómsmálinu.

Allir velkomnir og látið orðið berast!

Frekari upplýsingar á vefsíðunum Reykjavík Roots og Reykjavík Níu.

Birt:
22. nóvember 2010
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „Fjáröflunarkvöldverður fyrir nímenningana“, Náttúran.is: 22. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/22/fjaroflunarkvoldverdur-fyrir-nimenningana/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: