ORF brýtur forsendur leyfis til tilraunaræktunar á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti
Við eftirlit óháðra á gróðureit ORF líftækni þar sem tilraunaræktun á erfðabreyttu lyfjabyggi fer fram í landi Landgræðslunnar við Gunnarholt með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunnar kom í ljós að engar varnir eru til að hindra að fuglar komist í ræktunina. Virðist það atriði eitt brjóta gegn þeim forsendum sem ræktunarleyfið er gefið út á og því full ástæða fyrir umhvefisráðherra að afturkalla leyfið og stöðva ræktunina starx.
Í umsögn Ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur stendur „Tilraunareitir eru afgirtir og ráðstafanir gerðar til að fuglar komist ekki í kornið“. Í umsögn Náttúrufræðistofnunnar stendur „Strengja bönd yfir tilraunareitinn svo að fuglar komist síður í þá... Net verða strengd yfir reitinn fyrstu tvö sumrin“. Ræktunarleyfi Umhverfistofnunar byggist eingöngu á umsögnum áðurnefndra aðila en búið er að sniðganga öryggisforsendurnar um áhættu á dreifingu erfðabreyttra plantna í náttúrunni sem ORF ásetti sér og var skilyrði leyfisveitingar bæði síðasta sumar og svo nú aftur í sumar.
Eru Íslendingar ekki búnir að fá nóg af því að fyrirtæki sem eru drifin áfram af gróðrahyggju brjóti lög og reglur fyrir framan nefið á eftirlitsstofnunum og opinberum aðilum án þess að nokkuð sé aðhafst!
Myndin sýnir tilraunaræktunarreit Orf líftækni í Gunnarsholti við eftirlitsferð óháðra aðila nú nýlega. Sjá fleiri myndir hér að neðan:
Ljósmyndir: Hákon Már Oddsson.
Birt:
Tilvitnun:
Hákon Már Oddsson „ORF brýtur forsendur leyfis til tilraunaræktunar á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti“, Náttúran.is: 11. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/11/orf-brytur-forsendur-leyfis-fyrir-tilraunaraektun-/ [Skoðað:15. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 17. febrúar 2011