Nagladekk eru bönnuð á götum Reykjavíkur eftir 15. apríl. Hlutfall nagladekkja reyndist vera 22,8% þegar talning var gerð miðvikudaginn 18. apríl sem er meira en var á sama tíma í fyrra eða 20,3%. Naglar valda bæði hljóð- og loftmengun í borginni. Styrkur svifryks hefur aðeins farið einu sinni á árinu yfir heilsuverndarmörk en hafði á sama tíma í fyrra farið 8 sinnum yfir mörkin sem eru 50 míkrógrömm á rúmmetra. Ástæðan er sú að úrkomusamt hefur verið í borginni. Ökumenn eru hvattir til að skipta um hjólbarða í einum grænum.

Grafík: Mengun í Reykjavík, Guðrún A. Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.

Birt:
19. apríl 2013
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Nagladekk bönnuð eftir 15. apríl “, Náttúran.is: 19. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2012/04/19// [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 19. apríl 2012
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: