Blóðrásarkerfið
Blóðrásarkerfið skiptist í hjarta, blóð og æðar og það tengir saman öll líffærakerfi líkamans. Það flytur næringarefni, súrefni og hormón til fruma í líkamsvefjunum og færir úrgangsefni frumnanna til þveitislíffæra (ný rna, lungna og annarra líffæra sem sjá um losun úrgangsefna úr líkamanum). Til viðbótar gegnir blóðrásarkerfið veigamiklu hlutverki í vörnum líkamans gegn sjúkdómum.
Þungamiðja blóðrásarkerfisins er hjartað, afkastamikill vöðvi sem heldur blóðinu á sífelldri hringrás. Æðarnar eru þrenns konar. Slagæðar flytja blóðið frá hjartanu og flytja með því alla þá næringu sem líkaminn þarf til þess að vaxa og viðhalda heilbrigði. Slagæðarnar greinast í æ fínni greinar sem enda í milljónum háræða er kvíslast um nánast alla vefi líkamans. Háræðarnar sameinast síðan, fyrst í fínar greinar bláæða sem enda loks í fáum, stórum bláæðum er flytja blóðið, súrefnissnautt og hlaðið úrgangsefnum, aftur til hjartans.
Flutningur á súrefnisríku blóði til líkamsvefjana og súrefnissnauðu blóði frá þeim aftur er ekki einungis háður heilbrigði hjarta og æða, heilbrigði blóðsins er jafn mikilvægt. Blóðið er samsett úr blóðvökva, rauðum blóðkornum, sem flytja súrefnið, hvítum blóðkornum, sem eru hluti af varnarkerfi líkamans, og loks blóðflögum sem eiga þátt í storknun blóðsins. Á Vesturlöndum, þar sem lífskjör fólks eru góð, valda hjarta- og æðasjúkdómar, s.s. hjartaslag, heilablóðfall og hár blóðþrýstingur, meira en helminigi allra dauðsfalla.
Grös geta komið að miklu gagni gegn hjarta- og æðasjúkdómum, en þó er brýnast að reyna að fyrirbyggja slíka sjúkdóma. Koma má í veg fyrir flesta þessa sjúkdóma með réttu mataræði, meiri hreyfingu og minni streitu.
Birt:
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Blóðrásarkerfið“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/blrsarkerfi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. janúar 2012