Kátir kroppar - íslenskur barnamatur
Fyrsti íslenski barnamaturinn Kátir Kroppar er kominn á markað.
Frumkvöðlarnir eru Guðrún Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Barnaspítala hringsins og Þórdís Jóhannsdóttir meistaranemi í iðnaðarverkfræði. Hugmyndin spratt upp þegar Þórdís var með hugann að þeim fjölmörgu nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnum sem hún vann að í námi sínu.
Á meðan var Guðrún í fæðingarorlofi þar sem stór hluti dagsins fór í það að gefa yngri syni sínum barnamat að borða. Þær höfðu verið að þróa hugmyndina í kollinum, hvor í sínu lagi. Það var því ákveðið á staðnum að þetta væri verkefni sem vert væri að kanna til hlítar. Hafist var handa við að afla frekari þekkingar og voru prufur gerðar í Matarsmiðju Matís á Höfn í Hornafirði. Samstarf náðist við „Í einum grænum“, dótturfélags Sölufélags garðyrkjumanna sem annast framleiðsluna. Lagður er mikill metnaður í að bjóða upp á hágæða barnamat, framleiddan með öflugum tækjabúnaði þar sem hreinlæti og gæði eru í fyrirrúmi.
Helstu markmiðin með framleiðslunni eru tvíþætt, annars vegar að tryggja aðgengi komandi kynslóða að besta mögulega hráefni sem völ er á, allan ársins hring. Hins vegar að leggja í „púkkið“ með að efla íslenskt atvinnulíf og þannig stuðla að auknum hagvexti ár frá ári.
Kátir Kroppar framleiðir í dag fjórar tegundir af barnamat. Tvær tegundir í dósum og tvær tegundir í magnpakkningu.
Barnamaturinn frá Kátir Kroppar er enn sem komið er aðeins fáanlegur á tveim stöðum; í Fjallkonubakaríinu á Laugavegi 23., og í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.
Ljósmynd: Barnamatur frá Kátum kroppum í tvenns konar umbúðum.
Birt:
Tilvitnun:
Þórdís Jóhannsdóttir „Kátir kroppar - íslenskur barnamatur “, Náttúran.is: Jan. 13, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/13/katir-kroppar-islenskur-barnamatur/ [Skoðað:Sept. 17, 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: April 2, 2016