ÁRÁS SMÁRÁS! - Tónleikar til stuðnings nímenningunum
Tónleikar undir yfirsögninni „ÁRÁS SMÁRÁS“ verða haldnir á Nasa, fimmtudaginn 13. janúar kl. 20:30 til stuðnings nímenningunum.
Veturinn 2008-2009 hópaðist fólk út á götur og felldi ríkisstjórn. Síðar meir voru 9 einstaklingar valdir út og ákærðir fyrir brot á 100. grein hegningarlaga sem varðar árás á alþingi. Viðurlög fyrir slíkt brot er 1-16 ára fangelsisvist (til samanburðar er engin lágmarksrefsing fyrir hryðjuverk bundin í lög og hámarksrefsing fyrir stórfelld brot ráðherra í starfi nemur tveggja ára fangelsi).
Í þessum pólitíska gjörningi kristallast stórhættulegt virðingarleysi yfirvalda gagnvart rétti fólks til að mótmæla – sem felur í sér virðingarleysi gagnvart almenningi sem og lýðræðinu sem slíku.
Margir þjóðkunnir listmenn stíga á svið þeim 9-menningum til stuðnings. Þar á meðal má nefna Pál Óskar, Sin Fang Bous, Diskóeyjuna, KK og Ellen, Parabólurnar, Reykjavík!, Múm, Einar Má og marga fleiri. Verð á miðum er 500kr. og frjáls framlög eru vel þegin. 500 kr. inn (frjáls framlög vel þegin, tökum ekki kort). Húsið opnar kl. 20:30, tónleikarnir hefjast strax, myndatökur á staðnum og fleiri uppákomur til stuðnings málstaðnum.
ÁRÁS SMÁRÁS eru tónleikar til stuðnings níumenningunum og hvatning til fólks um að fylgjast með aðalmeðferð málsins dagana 18.- 20. janúar.
Birt:
Tilvitnun:
Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson „ÁRÁS SMÁRÁS! - Tónleikar til stuðnings nímenningunum“, Náttúran.is: 12. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/12/aras-smaras-tonleikar-til-studnings-nimenningunum/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.