Í boði náttúrunnar - Nýtt tímarit
Út er komið nýtt tímarit „Í boði náttúrunnar“ en blaðið fjallar um allt frá hönnun tengdri náttúrunni til hugmynda fyrir bústaðinn, uppskriftum og ráðum um ræktun og villtar jurtar. Útgáfan er á höndum Guðbjargar Gissurardóttur hönnuðar en hún hefur ásamt manni sínu Jóni Árnasyni staðið fyrir samnefndum útvarpsþætti á rás eitt sem notið hefur mikilla vinsælda. Blaðið er ákaflega fallegt útlits og þægilegt viðkomu, prentað á mattan pappír í Svansvottaðri prentsmiðju Odda. Hönnuðir eru þær Bergdís Sigurðardóttir og Kristín Agnarsdóttir en Guðbjörg er ritstjóri blaðsins.
Að sögn útgefenda er hugmyndin með útgáfunni að veita lesandanum hvíld frá kapphlaupi hverdagslífsins og fjalla um hluti sem skiptir fólk máli í daglegu lífi. Hvort sem það er að slaka á úti í náttúrunni, rækta garðinn sinn, vernda landið eða njóta samveru með fjölskyldu og vinum í íslenskri náttúru.
Áformað er að blaðið komi út fjórum sinnum á ári (þrisvar fyrsta árið) og er efni hvers blaðs tengt hverri árstíð.
Hægt er að skoða blaðið á vefsíðu tímaritsins www.ibodinatturunnar.is en sérstakt áskriftar tilboð að blaðinu gildir til 16. júlí.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Í boði náttúrunnar - Nýtt tímarit“, Náttúran.is: 12. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/09/i-bodi-natturunnar-nytt-timarit/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 9. júlí 2010
breytt: 29. nóvember 2010