Anna Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ný s umhverfisráðherra Þórunnar Sveinbjarnardóttur. Anna Kristín sinnti starfi forstöðumanns háskólaskrifstofu Listaháskóla Íslands frá 2004. Hún lauk BA prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1995 og meistaraprófi í stjórnsýslu og stefnumótun (MPA) frá Háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum vorið 2000. Hún starfaði sem fulltrúi í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi 1990 - 96, sem sérfræðingur hjá ríkisendurskoðun Wisconsin-þings 2000 - 2001, og sem aðstoðarkona Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á borgarstjóraárum hennar í Reykjavík frá 2001 - 2003.
Birt:
1. júní 2007
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umhverfisráðherra hefur valið sér aðstoðarmann“, Náttúran.is: 1. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/01/umhverfisrherra-hefur-vali-sr-stoarmann/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: