Í dag er Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna. Umverfisdagurinn í ár er helgaður eyðimerkur- og þurrlendissvæðum jarðar. Viðkvæði dagsins er „Don´t Desert Drylands“, sem er áskorun um að gleyma ekki þurrlendinu og vandamálum þess. Um 40% jarðar telst til eyðimerkur- eða þurrlendissvæða. Einn þriðji jarðarbúa sem teljast til fátækustu íbúa jarðar búa á þurrlendissvæðunum. Sameinuðu þjóðirnar vilja vekja athygli heimsins á að eyðimerkurnar eru að breytast gífurlega vegna hlýnunar jarðar af völdum gróðurhúsaáhrifa, vatnsleysis, ferðamannaágengni og saltmengunar.
 
Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir. 
Birt:
5. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Umhverfisdagur Sameinuðu þjóðanna“, Náttúran.is: 5. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/umhverf_dag_sameinutjo/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: