Sveitamarkaður á Hellu
Sveitamarkaður verður haldinn á Landbúnaðarsýningunni Hellu frá föstudeginum 22. til sunnudagsins 24. ágúst*. Í boði er allt að 300 fermetra svæði undir markaðinn sem haldinn verður í stóru tjaldi á steyptu plani fyrir ofan reiðhöllina á Hellu, en í sama tjaldi verða veitingar seldar. Markaðurinn er hugsaður sem staður þar sem einstaklingar og félagasamtök geta selt heimagerðar afurðir og/eða handverk. Hverjum aðila stendur til boða 8 fermetra svæði gegn þrjúþúsund króna skráningargjaldi sem gildir alla dagana. Hver getur síðan hreiðrað um sig og hannað sitt svæði að vild en rafmagn er á staðnum. Sé um sölu á matvöru að ræða þurfa ílát undir vörurnar að vera snyrtilegar. Ekki er skylda að merkja hverja pakkningu sem matvaran er í en starfsmaður sem selur vöruna þarf að geta sagt nákvæmlega hvað er í vörunni ef að er spurt.
Tekið er á móti skráningum hjá Hrafnhildi Baldursdóttur í síma 480 1803 eða netfangi hrafnhildur@bssl.is
*Opnunartími sýningarinnar er:
Föstudaginn 22. ágúst kl. 14:00-18:00.
Laugardaginn 23. ágúst kl 12:00-18:00.
Sunnudaginn 24. ágúst kl. 12:00-18:00
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sveitamarkaður á Hellu“, Náttúran.is: 15. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/15/sveitamarkaour-hellu/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.