Sveppaganga og fleiri göngur með Skógræktarfélagi Reykjavíkur
Alla laugardaga í september býður Skógræktarfélag Reykjavíkur upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Um er að ræða léttar fræðslugöngur með skemmtilegu ívafi.
-
Allar göngurnar hefjast kl 11:00 og standa í 1-3 tíma. Göngurnar eru léttar og henta öllum aldurshópum. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
-
02.09. ´06. Skógarsveppir: Ása M. Ásgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur. Frá Borgarstjóraplani. (sjá vef Skógræktarfélags Reykjavíkur. Ath. smella á: „aðkomu að fræðslugögnum“).
09.09.´06. Þingnes og fornleifar í nágrenni Elliðavatnsbæjarins: Anna Lísa Guðmundsóttir og Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingar. Frá Elliðavatnsbænum.
16.09. ´06. Tálgun fyrir börn: Valdór Bóasson, smíðakennari. Í og við Elliðavatnsbæinn.
23.09.´06. Stafganga í haustlitunum (4 km): Guðný Aradóttir og Jóna H. Bjarnadóttir stafgönguþjálfarar. Frá Borgarstjóraplani.
30.09.´06. Á slóðum Einars Ben: Guðjón Friðriksson sagnfræðingur. Í og við Elliðavatnsbæinn.
Myndin er tekin af „ógreindum“ hattsvepp og göngugörpum á Hellisheiðinni þ. 26. 08. 2006. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sveppaganga og fleiri göngur með Skógræktarfélagi Reykjavíkur“, Náttúran.is: 31. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/sveppaganga_skogr/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007