Orkumál 2006/ Jarðhiti - Orkustofnun
Orkumál 2006/ Jarðhiti eru komin út. Í ritinu er greint frá helstu lykiltölum jarðhitamála á árinu, og fjallað um aukna frumorkunotkun, jarðvarmavinnslu, framleiðslu raforku úr jarðvarma, nýjar hitaveitur, verð á heitu vatni, jarðhitaleit á köldum svæðum, dreifingu jarðhita í Hrunamannahreppi og loks er grein um viðhorf til nýtingar á jarðvarmanum.
Blaðið telur 8 blaðsíður í A-4 broti. Ritstjóri er Lára K. Sturludóttir og Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði nýtt útlit ritsins.
Nálgast má rafrænt eintak hér og prentuð eintök, frá morgundeginum, hjá Orkustofnun, s: 569 6000, eða os@os.is.
Áskrift
Nú hefur verið tekið í gagnið áskriftarform á útgáfusíðum vefs Orkustofnunar og getur áhugafólk um íslensk orkumál nú skráð sig á netinu í áskrift að ársritinu, hvort heldur er rafræn áskrift (aðeins send vefslóðin) eða póstáskrift að prentuðu formi ritsins.
Birt:
Tilvitnun:
Orkustofnun „Orkumál 2006/ Jarðhiti - Orkustofnun“, Náttúran.is: 3. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/03/orkumal-2006-jarohiti-orkustofnun/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.