Umhverfisráðherra hefur birt auglýsingu um friðlýsingu Vífilstaðavatns og nágrennis en lýst var yfir friðun svæðisins sem friðland þann 2. nóvember sl. á degi umhverfisins í Garðabæ.

Í auglýsingunni sem er nr. Nr. 1064/2007, í Stj. B., kemur m.a fram að markmið með friðlýsingu þessari er að vernda vatnið ásamt fjölbreyttu og gróskumiklu lífríki þess. Friðlýsingunni er ætlað að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands vatnsins og styrkja verndun tegunda og samfélagsgerðar með sérstæðum stofnum bleikju, urriða, áls og hornsíla í vatninu.

Myndin er af nýju skiltunum við Vífilstaðavatn þar sem grind gamla skiltisins fær að halda sér. Hönnun: Árni Tryggvason.

Frétt af vef Umhverfisstofnunar ust.is.
Birt:
26. nóvember 2007
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Friðlýsing Vífilstaðavatns“, Náttúran.is: 26. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/26/friolysing-vifilstaoavatns/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: