Orð dagsins 13. maí 2008

Vonir eru bundnar við framleiðslu á lífeldsneyti úr tiltekinni tegund af dúrru (sætri dúrru, e: Sweet sorghum, l: Sorghum bicolor (L.) Moench). Þessi dúrrutegund er afar harðger og þolir vel bæði þurrka og flóð. Plantan myndar allt að þriggja metra háa stöngla. Axið, sem situr efst á stönglinum, er notað til manneldis og í skepnufóður, en stöngullinn inniheldur mikið af sætum vökva sem hentar vel til etanólframleiðslu.

Plantan þrífst vel á þurrum svæðum og keppir því ekki við regnskóga um land. Etanólframleiðsla úr stönglunum er heldur ekki í samkeppni við fæðuframleiðslu. Í þróunarlöndunum gefur etanól úr dúrrustönglum 8-falda orku miðað við orkuna sem fer í að rækta plöntuna. Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall lægra, en þó fjórfalt hærra en það sem best gerist þarlendis við etanólframleiðslu úr algengari korntegundum.
Lesið frétt PlanetArk/Reuter í dag 

Birt:
13. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Dúrra prófuð til etanólframleiðslu“, Náttúran.is: 13. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/15/durra-profuo-til-etanolframleioslu/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. maí 2008

Skilaboð: