Boðað til stofnfundar Beint frá býli - Samtök heimavinnsluaðila
Stýrihópur um verkefnið 'Beint frá býli' boðar til stofnfundar félags um Beint frá býli föstudaginn 29. febrúar 2008 að Fjallakaffi á Möðrudal á Fjöllum kl. 11:00 árdegis.
Dagskrá fundarins:
- Kynning á störfum stýrihóps „Beint frá býli“
- Umræður um verkefnið
- Tillögur að stofnsamþykktum kynntar
- Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna
- Ályktanir fundar og önnur mál
- Fundarslit áætluð kl. 15:30
Fundarmenn geta keypt sér léttan hádegisverð í Fjallakaffi og verða aðrar veitingar í boði fundarins. Stýrihópurinn óskar eftir því að fólk skrái þátttöku sína á fundinn fyrir 28. febrúar á netfangið ffb@sveit.is eða í síma 847 8759.
Möðrudalur á Fjöllum er hæðsta byggða ból landssins og er um klukkutíma akstursfjarlægð frá Egilsstöðum og tveggja tíma akstursfjarlægð frá Akureyri. Sjá nánar um Möðrudal á Fjöllum. Fyrsta flug frá Reykjavík til Egilsstaða þennan dag er kl. 8.00 og er flug til baka frá Egilsstöðum kl. 17.25. Hægt er að panta flug á www.flugfelag.is.
Þeir sem skrá sig á fundinn fá upplýsingar um breytingar fundardagskrá ef einhverjar verða - og einnig er í skoðun að bjóða upp á smárútu frá Egilsstöðum og Akureyri gegn vægu gjaldi ef þátttaka næst. Upplýsingar munu birtast jafnóðum á vefnum www.beintfrabyli.is.
Nánari upplýsingar gefa:
Marteinn Njálsson í síma 847 8759 og ffb@sveit.is
Ólöf Hallgrímsdóttir í síma 847 3968 og vogar@emax.is
Þorgrímur Guðbjarsson í síma 434 1357 & 868 0357 og erpur@simnet.is
Einnig Árni Jósteinsson nýsköpunarráðgjafi Bændasamtakanna í síma 862 2158 og aj@bondi.is.
Birt:
Tilvitnun:
Beint frá býli „Boðað til stofnfundar Beint frá býli - Samtök heimavinnsluaðila“, Náttúran.is: 25. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/25/booao-til-stofnfundar-beint-fra-byli-samtok-heimav/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. október 2008