Stýrihópur um verkefnið 'Beint frá býli' boðar til stofnfundar félags um Beint frá býli föstudaginn 29. febrúar 2008 að Fjallakaffi á Möðrudal á Fjöllum kl. 11:00 árdegis.

Dagskrá fundarins:

  1. Kynning á störfum stýrihóps „Beint frá býli“
  2. Umræður um verkefnið
  3. Tillögur að stofnsamþykktum kynntar
  4. Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna
  5. Ályktanir fundar og önnur mál
  6. Fundarslit áætluð kl. 15:30

Fundarmenn geta keypt sér léttan hádegisverð í Fjallakaffi og verða aðrar veitingar í boði fundarins. Stýrihópurinn óskar eftir því að fólk skrái þátttöku sína á fundinn fyrir 28. febrúar á netfangið ffb@sveit.is eða í síma 847 8759.

Möðrudalur á Fjöllum er hæðsta byggða ból landssins og er um klukkutíma akstursfjarlægð frá Egilsstöðum og tveggja tíma akstursfjarlægð frá Akureyri. Sjá nánar um Möðrudal á Fjöllum. Fyrsta flug frá Reykjavík til Egilsstaða þennan dag er kl. 8.00 og er flug til baka frá Egilsstöðum kl. 17.25. Hægt er að panta flug á www.flugfelag.is.

Þeir sem skrá sig á fundinn fá upplýsingar um breytingar fundardagskrá ef einhverjar verða - og einnig er í skoðun að bjóða upp á smárútu frá Egilsstöðum og Akureyri gegn vægu gjaldi ef þátttaka næst. Upplýsingar munu birtast jafnóðum á vefnum www.beintfrabyli.is.

Nánari upplýsingar gefa:
Marteinn Njálsson í síma 847 8759 og ffb@sveit.is
Ólöf Hallgrímsdóttir í síma 847 3968 og vogar@emax.is
Þorgrímur Guðbjarsson í síma 434 1357 & 868 0357 og erpur@simnet.is
Einnig Árni Jósteinsson nýsköpunarráðgjafi Bændasamtakanna í síma 862 2158 og aj@bondi.is.

Myndin er frá Möðrudal á Fjöllum að sumarlagi. Af beintfrabyli.is
Birt:
25. febrúar 2008
Höfundur:
Beint frá býli
Uppruni:
Beint frá býli
Tilvitnun:
Beint frá býli „Boðað til stofnfundar Beint frá býli - Samtök heimavinnsluaðila“, Náttúran.is: 25. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/25/booao-til-stofnfundar-beint-fra-byli-samtok-heimav/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. október 2008

Skilaboð: