5.250 ný umhverfisstörf á Íslandi fyrir árið 2020?
Fram til ársins 2020 gætu skapast 425.000 ný störf á Norðurlöndunum við þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum og loftslagsvænni tækni! Þetta kemur fram í úttekt sem birtist nýlega í tímaritinu Arbeidsliv i Norden. Hins vegar gæti skortur á menntuðu fólki, ekki síst verkfræðingum, reynst Þrándur í götu þessarar miklu atvinnusköpunar.
Ef við grípum til okkar ágætu höfðatöluútreikninga, má samkvæmt þessu reikna með að á Íslandi verði til um 5.250 ný störf í þessum geira fram til ársins 2020.
Nú er bara að skoða bæklinginn, fletta upp á bls. 10 og æfa sig í sænskunni. Þar er sagan öll.
Birt:
13. desember 2007
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „5.250 ný umhverfisstörf á Íslandi fyrir árið 2020?“, Náttúran.is: 13. desember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/12/13/5250-ny-umhverfisstorf-islandi-fyrir-ario-2020/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.