Nanó-hreinsir tekinn af markaði
Orða dagsins 17. apríl 2008
Framleiðandinn NanoCover hefur tekið gluggahreinsiefnið Selvrensende Glas af markaði í Danmörku eftir að Per Møller, prófessor við Tækniháskóla Danmerkur (DTU), varaði við hugsanlegri skaðsemi virka efnisins í vörunni, nanó-títaníumdíoxíðs, fyrir húð manna. Selvrensende Glas var þeirrar náttúru að eftir að það hafði einu sinni verið borið á gler, sá glerið um að hreinsa sig sjálft með hjálp nanóagna. Meint skaðsemi felst í því að í sólarljósi getur efnið myndað önnur og mun hættulegri efni.
Lesið frétt dönsku upplýsingamiðstöðvarinnar um umhverfi og heilsu í dag
Birt:
17. apríl 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Nanó-hreinsir tekinn af markaði“, Náttúran.is: 17. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/17/nano-hreinsir-tekinn-af-markaoi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.