Verkefnin - Stefnumót hönnuða og bænda 2008
Samstarfsverkefni Vöruhönnunardeildar Listaháskóla Íslands og íslenskra bænda í heimaframleiðslu boðar til Matarmarkaðar nk. laugardag að Grandagarði 8 kl. 14:00-17:00. Sjá nánar í frétt um Matarmarakaðinn. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um verkefnin sem unnið hefur verið að að undanförnu:
Hópur 1 = Kartöflur
Guðrún Björk Jónsdóttir og Helga Björg Jónasardóttir eru í samstarfi við kartöflubændur á Skarði í þykkvabæ, Sigurbjart Pálsson og Lilju Þrúðmarsdóttur.
Sjávar marineraðar kartöfluflögur
Árið 2008 er helgað kartöflunni af Sameinuðu þjóðunum. Kartöflunni er einnig hampað hér á Íslandi því í ár eru 250 ár síðan fyrstu kartöflunnar voru ræktaðar á Íslandi. Við eigum kartöflunni mikið að þakka því hún var einn okkar mikilvægasti c-vítamíngjafi áður en farið var að flytja inn ávexti og grænmeti og bjargaði mörgum frá hörgulsjúkdómum eins og skyrbjúgi.
Kartöfluflögur eru venjulega ekki hollustuvara. Djúpsteiktar í feiti og oft ekki einu sinni úr ekta kartöflum heldur úr kartöflumjöli og ýmsum aukaefnum. Kartöfluflögurnar sem Guðrún Björk og Helga Björg hafa hannað eru hrein náttúruafurð. Sneiddar kartöflur, marineraðar í sjónum, bakaðar og þurrkaðar. þær eru alveg fitusnauðar og saltaðar náttúrulega meðsalti sjávar. Kartöfluflögurnar frá Skarði eru hrein náttúruafurð.
Lenka Plivova, Guðrún Hjörleifsdóttir og Edda Gylfadóttir eru í samvinnu við bændurna að Hrauni í Ölfusi, Þau Hrafnkel Karlsson og Sigríði Gestsdóttur. Þær eru að vinna með gulrófur sem ræktaðar eru á Hrauni og söl sem eru tþnd eru á skerjum við ósa Ölfusár.
Kryddlegin Hjörtu
Verkefnið nefna þær Kryddlegin hjörtu og felst í því marínera örþunnar sneiðar af rófunni. þannig leika þær sér líka með form rófunnar sem minnir á hjartalag. Rófusneiðarnar eru hollt álegg ofan á brauð en geta einnig staðið einar og sér. Sannkölluð sveitarómantík sem fólk fær senda frá Hrauni. Gulrófan er oft nefnd Sítróna Norðursins þar sem að hún er mjög næringarrík og full a C-vítamíni.
Söl
Sölin eru tþnd einn dag einu sinni á ári í ágúst og þurrkuð. Þá er mikill hamagangur því tíminn er mjög naumur. Þær prófuðu ýmislegt með sölin og komumst að þeirri niðurstöðu að best væri að gera sem minnst við þau. Þannig að úr varð alveg ótrúlega hollt og brakandi gott snakk sem bráðnar í munni.
Hópur 3 = Rabarbari
Arna Rut Þorleifsdóttir, Kristín Þóra Sigurðardóttir og Stefanie Silberman hafa átt sefnumót við bændurnar Dorothee og Kjartan á Löngumýri á Skeiðum sem einn bæja á Íslandi ræktar rabarbara til sölu og framleiðslu. Hingað til hefur allur rababarinn farið í sultugerð en nú mun verða ðar breyting á. Hönnunarnemarnir kynna nú til sögunnar tvær nýjar og girnilegar rabbabara vörur.
Rabarbara karamella
Rabarbara karamellan byggir á æskuminningu um að borða rabarbara meðsykri úr glasi út í garði á fögrum sumardegi. Hráefnin eru þau sömu en framsetningin er önnur og bragðið kemur skemmtilega á óvart. Sæt karamella en jafnframt skín súrt rabarbarabragðið sterkt í gegn og geymist lengi viðtunguna eftir að karamellunni er kyngt. Karamellan er óvenju stór, í laginu eins og rabarbarastöngull. Hún er fullkomin gjöf til að taka með í matarboð eða garðveislu, deila með besta vini sínum, eða eiga hana alveg út af fyrir sig og borða hana eins og rabarbarastöngulinn í æsku.
Rabarbía 100% hreinn rabarbarasafi
Rabarbía er 100% hreinn rabarbarasafi, engu er bætt við, hvorki sykri né vatni né nokkru öðru. Rabarbía er alveg einstaklega frískandi drykkur og passar við öll tilefni, eftir langan vinnudag, á kaffihúsi með vinum, ein með spennandi bók upp í sófa, í pikknikk, sem fordrykkur, eða í partþið. Það er undir þér komið hvernig þú drekkur safann. Hreinn safi sem hressandi orkuskot, blandað meðvatni, sódavatni eða öðru gosi, eða jafnvel í kokteila. Rabarbía er tilvalinn drykkur í marga spennandi kokteila og sjáum við fyrir okkur að í framtíðinni verði Rabarbía jafn sjálfsagður drykkur á barnum eins og grenadine, appelsínusafi o.s.frv. Bæði karamellan og safinn eru gerð úr lífrænt ræktuðum rabarbara frá bænum Löngumýri. Við lítum á rabarbarann sem gleymdan fjársjóð í bakgarðinum sem hægt er að gera mun fleira úr en bara sultur og bökur.
Hópur 4 = Sauðfé
Brynjar Sigurðarson og María Markovic unnu með bændunum á Möðrudal á Fjöllum og mæltu sér mót í febrúar snjóstormi við háfjallakindina.
Sláturterta
Í snjónum og myrkrinu kynntust Brynjar og María sögu bæjarins og upplifðu stemninguna á svæðinu sem sannarlega leiddi þau áfram í leitinni aðfrábærri vöru beint frá býli. Sláturkeppunum fækkar ár frá ári og lifrarpylsan hljómar ekki vel hjá ungu fólki í dag, útlit matarins er farið að skipta meira máli. Fólk er farið að taka fyrsta bitann með augunum. Við viljum upphefja þessa gömlu hefð og sýna fram á gæði slátursins en þaðan kom hugmyndin um að gera sláturtertu.
Birt:
Tilvitnun:
Stefnumót hönnuða og bænda „Verkefnin - Stefnumót hönnuða og bænda 2008 “, Náttúran.is: 14. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/14/verkefnin-stefnumot-honnuoa-og-baenda-2008/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.