Orð dagsins 10. október 2008.

Þeir fjármunir sem tapast í bankakreppunni komast ekki í hálfkvisti við þau verðmæti sem tapast vegna eyðingar regnskóga. Talið er að fjármálakerfið hafi nú þegar tapað 1-1,5 trilljónum Bandaríkjadala vegna bankakreppunnar, en áætlað árlegt verðmætatap vegna eyðingar regnskóga er talið vera á bilinu 2-5 trilljónir dala á ári. Þetta kemur fram í svonefndri Teep-skýrslu, sem unnið er að á vegum Evrópusambandsins undir forystu sérfræðings frá Deutsche Bank. Tapið sem orsakast af eyðingu regnskóga felst einkum í þeirri þjónustu sem regnskógarnir veita mönnum að kostnaðarlausu, svo sem við hreinsum vatns, bindingu koltvísýrings og framleiðslu matvæla. Þegar skógarnir hætta að veita þessa þjónustu þarf að grípa til kostnaðarsamra aðgerða til að inna hana af hendi.
Lesið frétt BBC í morgun.

Mynd af haustlaufi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
10. október 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Tap vegna eyðingu skóga toppar tap vegna bankakreppunnar“, Náttúran.is: 10. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/10/tap-vegna-eyoingu-skoga-toppar-tap-vegna-bankakrep/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: