Er Alcan nokkuð að hegða sér óeðlilega?
Samtökin standa fyrir uppákomum sem eru vel skipulagðar og kynntar og bera vott um að málefnaleg umræða sé regla númer eitt þar á bæ. En eins og fram kom í þættinum á Alcan fullar kistur af aurum til að eyða í áróður fyrir stækkuninni og getur ekki beðið eftir að hefja kosningabaráttuna enda „gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækið“ eins og Hrannar orðaði það. Tónleikaboðið og diskarnir með Bjögga eru sem sagt ekki kosningabaráttan sjálf heldur aðeins smjörþefur og aðdragandi að enn meiri „gjafmildi“ Alcan.
Það verður spennandi að fylgjast með því hvort að peningar duga til og hvort að takist að múta Hafnfirðingum til að samþykkja stækkunina, eða hvort að manneskjuleg, vísindaleg og málefnaleg rök og stefnumörkun um umhverfisvæna framtíðarsýn fyrir Hafnafjörð eru sterkara afl þegar upp er staðið.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Er Alcan nokkuð að hegða sér óeðlilega?“, Náttúran.is: 4. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/hegdun_alcan/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007