Hirðing jólatrjáa í Reykjavík 2011
Borgarbúar geta farið sjálfir með jólatrén sín endurgjaldslaust á endurvinnslustöð eða keypt þjónustuna hjá sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum. Sorphirða Reykjavíkur hirðir ekki jólatré fremur en 2010. Flestir fara eina ferð um jólin á endurvinnslustöðvar Sorpu með ýmsar umbúðir, pakkningar utan um flugelda og annað sem til fellur. Jólatréð er eitt af því sem þarf að fara í endurvinnslu.
Nokkur íþróttafélög í Reykjavík munu á nýju ári bjóða borgarbúum upp á þá þjónustu að hirða jólatré að hátíðunum loknum. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafa t.a.m. samstarf um hirðingu jólatrjáa. Íslenska gámafélagið sækir jólatré á heimili og í fyrirtæki. Hægt er að panta hirðingu trjáa á netinu hjá fyrirtækjunum.
Grafík: Nýtt líf sprettur af endurunnu jólatré, Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Hirðing jólatrjáa í Reykjavík 2011 “, Náttúran.is: 30. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/30/hirding-jolatrjaa-i-reykjavik-2011/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.