Hvernig myndum við umhverfisvæn samfélög?
Hvernig myndum við umhverfisvæn samfélög? er yfirskrift málþings sem haldið verður þ. 3. september nk.í Norræna húsinu. Fundarstjóri er Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi.
Dagskrá:
14:00 Ann Nielsen frá Dyssekilde í Danmörku
14:45 Högni Hansson frá Landskrona í Svíþjóð
15:30 Kaffi
15:45 Þórunn Sigþórsdóttir frá Snæfellsnesi - Sjálfbært Snæfellsnes16:10 Magnús Árni Skúlason –Hvernig gerum við Reykjavík að umhverfisvænni borg![]()
Umhverfisvernd nær til allra hliða mannlífsins, einstaklingurinn ber mikla ábyrgð með hegðun sinni og neysluvenjum. Hvernig geta sveitarfélög lagt íbúum sínum lið í þágu umhverfisins.
Fyrirlesarar á málstofunni koma víða að og hafa víðtæka þekkingu á umhverfisvernd því gefst hér gott tækifæri til þess heyra þá miðla af sinni þekkingu. Aðgangur er ókeypis!
Birt:
Tilvitnun:
Norræna húsið „Hvernig myndum við umhverfisvæn samfélög?“, Náttúran.is: 27. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/27/hvernig-myndum-vio-umhverfisvaen-samfelog/ [Skoðað:30. október 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

