Hvernig myndum við umhverfisvæn samfélög?
Hvernig myndum við umhverfisvæn samfélög? er yfirskrift málþings sem haldið verður þ. 3. september nk.í Norræna húsinu. Fundarstjóri er Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 á Íslandi.
Dagskrá:
14:00 Ann Nielsen frá Dyssekilde í Danmörku
14:45 Högni Hansson frá Landskrona í Svíþjóð
15:30 Kaffi
15:45 Þórunn Sigþórsdóttir frá Snæfellsnesi - Sjálfbært Snæfellsnes16:10 Magnús Árni Skúlason –Hvernig gerum við Reykjavík að umhverfisvænni borg
Umhverfisvernd nær til allra hliða mannlífsins, einstaklingurinn ber mikla ábyrgð með hegðun sinni og neysluvenjum. Hvernig geta sveitarfélög lagt íbúum sínum lið í þágu umhverfisins.
Fyrirlesarar á málstofunni koma víða að og hafa víðtæka þekkingu á umhverfisvernd því gefst hér gott tækifæri til þess heyra þá miðla af sinni þekkingu. Aðgangur er ókeypis!
Birt:
Tilvitnun:
Norræna húsið „Hvernig myndum við umhverfisvæn samfélög?“, Náttúran.is: 27. ágúst 2008 URL: http://nature.is/d/2008/08/27/hvernig-myndum-vio-umhverfisvaen-samfelog/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.