Sýning á útsaumsverkum verður haldin í Fjárhúsinu að Núpi 1, undir Vestur Eyjafjöllum (vegur nr. 246). Sýningin var opnuð laugardaginn 28. júní og stendur til sunnudagsins 13. júli og verður opin alla daga frá kl. 13:00-18:00. en þar verða til sýnis og sölu útsaumslistaverk sem unnin eru í samvinnu við Margréti Einarsdóttur Long, myndlistarmann og yfir 80 konur af Suðurlandi. Sýningin er haldin að tilstuðlan Sambands sunnlenskra kvenna og mun allur ágóði af sölu verkanna rennur til væntanlegrar kapellu í ný byggingu Sjúkrahúss Suðurlands.
Birt:
2. júlí 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sýning í Fjárhúsinu undir V-Eyjafjöllum“, Náttúran.is: 2. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/02/syning-i-fjarhusinu-undir-v-eyjafjollum/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: