Ný gagnvirk orkusýning opnar í Búrfellsstöð
Sýningunni er ætlað að veita landsmönnum sem og erlendum gestum innsýn í vinnslu og notkun endurnýjanlegra orkugjafa en eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum fer vaxandi um heim allan.
Gagnvirka orkusýningin í Búrfellsstöð varpar ljósi á endurnýjanlega aflgjafa, tækifæri og takmarkanir auk sögu nýtingar þeirra á Íslandi. Tilgangurinn er að fræða og skemmta á lifandi hátt en um leið að miðla þekkingu um ólíka orkugjafa og áhrif þeirra á samfélag, efnahag og umhverfi.
Markmið Landsvirkjunar er að vera leiðandi fyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Með því að auka þekkingu og skilning á endurnýjanlegum orkugjöfum vill Landsvirkjun stuðla að því að ný þekking fæðist og að nýsköpun eigi sér stað í orkugeiranum
Sýningin er hönnuð af Gagarín fyrir Landsvirkjun.
Gagnvirka orkusýningin í Búrfellsstöð verður opin frá 12. júní til 31. ágúst frá kl. 10 -17 alla daga.
Birt:
Tilvitnun:
Landsvirkjun „Ný gagnvirk orkusýning opnar í Búrfellsstöð“, Náttúran.is: 9. júní 2011 URL: http://nature.is/d/2011/06/09/ny-gagnvirk-orkusyning-opnar-i-burfellsstod/ [Skoðað:6. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.