Pólitískur vilji til að setja á laggirnar norrænt skilagjaldakerfi fyrir flöskur og dósir liggur fyrir. Nú hafa nokkrir fulltrúar í Norðurlandaráði ákveðið að beina erindinu beint til norrænu forsætisráðherranna og samstarfsráðherranna til að reyna hraða málinu.

Borgara- og neytendanefnd Norðurlandaráðs í samstarfi við umhverfis- og auðlindanefndina ræddu þessu mál í sameiningu á miðvikudag á fundi sem haldinn var á Álandseyjum. Nefndin ákvað annars vegar viðhalda tillögunni um norrænt skilagjaldakerfi og hins vegar að leggja til að tilraunaverkefni um þetta verði unnið á Álandseyjum.

„Það er mikilvægt að styðja við þá skilahefð sem þegar hefur skapast hjá Norðurlandabúum. Hugmyndin um endurvinnslu er sterk og við erum málsvarar neytenda í þessu máli", segir Satu Haapanen (grænum) formaður borgara- og neytendanefndarinnar.

Haapanen segir að allt sé tæknilega mögulegt, en hann tali ekki fyrir einhverju fyrirfram ákveðnu líkani.

„Norðurlandaráð þrýstir á og lýsir sterkum pólitískum vilja, en ákvarðanirnar verða teknar í ríkisstjórnunum og fyrst þá verður hægt að þróa þægilegt líkan í samstarfi við atvinnulífið", segir Haapanen.
Milljarður dósa beint í ruslið - á ári

Umhverfisráðherrar Norðurlanda hafa hingað til haldið sig til hlés þegar rætt hefur verið um norrænt skilagjaldakerfi, og vísað til takmarkaðrar nýtingar miðað við kostnað. Ann-Kristine Johansson (s) formaður sænsku umhverfisnefndarinnar er gagnrýnin á þessa afstöðu.

˵Ég er ekki sammála þessum rökum. Fyrst verðum við að fá niðurstöður þeirrar greiningar sem Norræna ráðherranefndin er að láta gera á gæðum fyrir samfélagið miðað við kostnað. Auk þess vil ég gjarnan fá nánari skýringu á því hvernig þeim peningum sem ekki eru endurgreiddir fyrir flöskur er varið", segir hún.

Norðmaðurinn Martin Kolberg (s) aðstoðarformaður borgara- og neytendanefndarinnar, hefur lengið unnið að því að koma á norrænu skilagjaldakerfi.

„Að milljarði dósa sé hent í ruslið í stað þess að þeim sem skilað aftur, er alvarlegt umhverfisvandamál. Það getur verið að meðhöndlun sorps geti verið skilvirkara, en það þýðir ekki að við eigum að hætta að tala um möguleikann á sameiginlegu skilagjaldskerfi", segir Kolberg.

„Í framtíðinni ætti slíkt kerfi að geta orðið fyrirmynd að enn breiðara evrópsku skilagjaldasamstarfi."

Birt:
28. júní 2012
Tilvitnun:
Norden - Norræna ráðherranefndin „Fulltrúar í Norðurlandaráði beina fyrirspurn um skilagjald til forsætisráðherranna“, Náttúran.is: 28. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2012/06/28/fulltruar-i-nordurlandaradi-beina-fyrirspurn-um-sk/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: