Þingeyska Matarbúrið - matur úr héraði
Meginmarkmið matarklasans „Þingeyska matarbúrið - matur úr héraði“ er að stuðla að auknu heildarvirði svæðisins og meiri sjálfbærni þess í efnahagslegu og menningarlegu tilliti. Lögð er áherslu á að þróa, framleiða og kynna vörur og þjónustu sem byggja á Þingeysku hráefni og matarhefð. Þingeyska matarbúrið tekur þátt í samstarfsverkefnum bæði innanlands og alþjóðlegum enda gefi þau tilefni til aukins árangurs eða stuðli með öðrum hætti að framgangi verkefnisins.
Sjá aðila í Þingeyska Matarbúrinu hér á Grænum síðum í yfirflokknum Vottanir og viðmið undir flokknum „Matarklasi“ og í yfirflokknum Vörur í flokknum „Heimavinnsla“ en þar er eru allir matarklasar og matarverkefni flokkuð undir þeim vörum sem þeir bjóða upp á Á Græna kortinu ásamt öðrum matarklösum og beinsöluaðilum á öllu landinu í nokkrum flokkum. T.d. í flokkunum „Heimavinnsla og Nýsköpun í heimabyggð“.
Birt:
Tilvitnun:
Jóna Matthíasdóttir „Þingeyska Matarbúrið - matur úr héraði“, Náttúran.is: 31. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2009/10/30/thingeyska-matarburio-matur-ur-heraoi/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. október 2009
breytt: 31. maí 2011