Sölustöðvun og innköllun á " Kolaportshlaup - Sértilboð (marglit hlaup), Kolaportshlaup – sértilboð (rauð hlaup), Súkkulaðihjúpaðar rískúlur  þar sem ekki kemur fram á umbúðum þeirra að vörurnar innihalda afurð úr glúten, sem er ofnæmis- og óþolsvaldur, Völu Froskabitar þar sem ekki kemur fram á umbúðum vörunnar að hún inniheldur afurðir úr glúten  og soja  sem eru ofnæmis- og óþolsvaldar og á vörunni Salt Lakrids, þar sem ekki kemur fram á umbúðum hennar að varan inniheldur afurð úr mjólk, sem er ofnæmis- og óþolsvaldur.

Kólus ehf Lakkrísgerð hefur, í  samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla af markaði „Kolaportshlaup - Sértilboð (marglit hlaup), Kolaportshlaup – sértilboð (rauð hlaup), Súkkulaðihjúpaðar rískúlur, Völu Froskabitar þar sem ekki kemur fram á umbúðum að varan inniheldur afurðir úr glúten ((glúkósasýróp og sterkja) (bygg)) og soja (sojalesitín), sem eru ofnæmis- og óþolsvaldar og Salt Lakrids,  þar sem ekki kemur fram á umbúðum hennar að varan inniheldur afurð úr mjólk (mjólkursýra), sem er ofnæmis- og óþolsvaldur.

Vöruheiti: „Kolaportshlaup - Sértilboð (marglit hlaup)“, „Kolaportshlaup – sértilboð (rauð hlaup) “, „Súkkulaðihjúpaðar rískúlur“,  „Völu Froskabitar“, Salt Lakrids .
Nettóþyngd: Ýmsar stærðir.
Framleiðandi: Kólus ehf. lakkrísgerð, Tunguhálsi  5, 110 Reykjavík.
Umbúðir: Plastpokar
Dreifing:  Eftirtaldar vörur voru einungis seldar í Kolaportinu: „Kolaportshlaup - Sértilboð (marglit hlaup) “, „Kolaportshlaup – sértilboð (rauð hlaup) “, „Súkkulaðihjúpaðar rískúlur“,  „Salt Lakrids“. Dreifing á „Völu Froskabitar“:Kolaportið og matvöruverslanir  um allt land.

Glúten, soja og mjólk og afurðir úr þeim eru á lista yfir ofnæmis- og óþolsvalda.  Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- og óþolsvaldar að vera skýrt merktir í merkingum matvæla.

Tekið skal fram að vörurnar eru skaðlausar fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir glúteni , soja og eða mjólk og afurðum úr því.  Þeir neytendur sem eiga umræddar vörur og eru viðkvæmir fyrir glúteni og eða mjólk  eru beðnir um að farga þeim eða skila til Kólus  gegn endurgreiðslu.

Myndin ar af Völu froskabitum.

Birt:
26. maí 2011
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Innköllun á vörum frá Kólus - ofnæmis- og óþolsvaldur“, Náttúran.is: 26. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/26/innkollun-vorum-fra-kolus-ofnaemis-og-otholsvaldur/ [Skoðað:24. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: