Áberandi öskufall:

Þar sem er sýnilegt öskufall er fólki ráðlagt að vera ekki á ferli að óþörfu. Ef fólk fer út er ráðlagt að hafa grímu eða blautan klút fyrir vitjum. Börn og þeir sem eru með öndunarfærasjúkdóma skulu halda sig innandyra. Ráðlagt að nota hlífðargleraugu. Loka gluggum og hækka í ofnum til að draga úr því að ryk smjúgi inn. Hugsanlega þarf að þétta glugga.

Ekki áberandi öskufall – mistur:

Fínni hluti gjóskunnar er ekki síður varasamur fyrir öndunarfærin en sjálft öskufallið og getur borist víða. Gott er að hafa blautan klút eða rykgrímu, einkum fyrir börn og þá sem eru með viðkvæm öndurfæri.

Sóttvarnarlæknir hefur veitt eftirfarandi upplýsingar um einkenni  vegna svifryks:


Einkenni í öndunarfærum:

  • Nefrennsli og erting í nefi
  • Særindi í hálsi og hósti
  • Fólk sem þjáist af lungnasjúkdómum, til dæmis astma, getur fengið berkjubólgur sem varar í marga daga og lýsa sér í hósta, uppgangi og öndunarerfiðleikum

Einkenni í augum:

  • Gosaska getur ert augu einkum ef augnlinsur eru notaðar
  • Tilfinning um aðskotahlut
  • Augnsærindi, kláði, blóðhlaupin augu
  • Útferð og tárarennsli
  • Skrámur á sjónhimnu
  • Bráð augnbólga, ljósfælni

Ljósmynd: Hvönn í gjóskulagi undir Eyjafjöllum í fyrrasumar, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
22. maí 2011
Höfundur:
Umhverfisstofnun
Uppruni:
Umhverfisstofnun
Tilvitnun:
Umhverfisstofnun „Leiðbeiningar vegna gjóskufalls“, Náttúran.is: 22. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/22/leidbeiningar-vegna-gjoskufalls/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: