Frá árinu 2010 hefur verið unnið að undirbúningi nýrrar starfsstöðvar Matís á Flúðum, sem þar með er sú áttunda utan höfuðstöðvanna í Reykjavík. Um er að ræða svokallaða matarsmiðju en smiðjur sem þessar hefur Matís byggt upp með góðum árangri á Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum. Nú er komið að formlegri opnun þó svo að starfsemi hafi verið þar um skeið.

Matarsmiðjan á Flúðum opnar formlega fimmtudaginn 12. maí 2011 kl. 14. Matarsmiðjan er rekin af Matís í samstarfi við sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Háskólafélag Suðurlands og Háskóla Íslands og er staðsett að Iðjuslóð 1.

Tilgangur Matarsmiðjunnar er

  • að efla smáframleiðslu matvæla á Suðurlandi með því að bjóða um á aðstöðu, fræðslu og ráðgjöf
  • að efla háskólamenntun og atvinnutækifæri í rannsóknum og vöruþróun matvæla og tengdra greina

Dagskrá:

1. Hörður G. Kristinsson rannsóknstjóri Matís, bíður gesti velkomna

2. Ávörp:

  • Ragnar Magnússon oddviti Hrunamannahrepps .
  • Sædís Íva Elíasdóttir frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands
  • Sigurður Sigursveinsson frá Háskólafélagi Suðurlands
  • Sveinn A. Sæland frá Sambandi garðyrkjumanna
  • Guðjón Þorkelsson, Matís, lýsir Matarsmiðjunni og verkefnum    .
  • að efla smáframleiðslu matvæla á Suðurlandi með því að bjóða um á aðstöðu, fræðslu og ráðgjöf að efla háskólamenntun og atvinnutækifæri í rannsóknum og vöruþróun matvæla og tengdra greina

3. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnar Matarsmiðjuna
4. Gengið um Matarsmiðjuna og aðstaðan skoðuð

Skrifað verður undir viljayfirlýsingu milli Matarsmiðjunnar á Flúðum, Sambands garðyrkjumanna og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytis um þróunar- og fræðslustarf varðandi fullvinnslu á grænmeti.

Birt:
9. maí 2011
Höfundur:
Matís
Uppruni:
Matís ohf
Tilvitnun:
Matís „Formleg opnun á Matarsmiðjunni á Flúðum“, Náttúran.is: 9. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/09/formleg-opnun-matarsmidjunni-fludum/ [Skoðað:25. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: