Fuglalíf og ljúfir tónar í Grasagarðinum
Á sunnudaginn kl. 11 verður boðið upp á fuglagöngu í Grasagarði Reykjavíkur í Laugardal en í garðinum er fjölskrúðugt fuglalíf. Steinar Björgvinsson, skógfræðingur og fuglaáhugamaður, leiðir gönguna. Steinar mun fræða gesti um þær fuglategundir sem fyrir augu ber og auk þess skoða hvaða tegundir plantna laða að fugla.
Áður en fuglagangan hefst mun ungt tónlistarfólk úr Skólahljómsveit Austurbæjar taka á móti gestum garðsins með ljúfum vortónum íslenskra dægurlaga í tilefni af útgáfu afmælis- og sumardagskrár garðsins. Grasagarðurinn var stofnaður þann 18. ágúst 1961 og fagnar því 50 ára starfsafmæli í ár.
Mæting við aðalinnganginn kl. 11. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir.
Athugið! Kaffihúsið Café Flóra hefur opnað fyrir sumarið og er nú opið daglega frá 10-22.
Sjá vef Grasagarðs Reykjavíkur.
Ljósmynd: Auðnutittlingur er algengur garð- og skógarfugl, ljósm. Jóhann Óli Hilmarsson.
Birt:
Tilvitnun:
Hildur Arna Gunnarsdóttir „Fuglalíf og ljúfir tónar í Grasagarðinum“, Náttúran.is: 5. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/05/fuglalif-og-ljufir-tonar-i-grasagardinum/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.