Spergilkál=Brokkólí.Það skemmtilega við spergilkál*, er að það heldur áfram að gefa af sér eftir að búið er að klippa af því blómtoppinn.

Úr blaðkverkunum vaxa nýir toppar, að vísu miklu minni en það munar um þá. Það er gjarnan gufusoðið og borið fram eitt og sér.

Hvað bragð snertir er það ekki alveg eins sjálfstætt og blómkálið, en þó um leið sterkara. Það er haft í ýmsa rétti og súpur blandað öðru grænmeti þar sem það gefur góðan keim. Ég tek það fram yfir flest annað sem meðlæti með fiski, bæði soðnum og bökuðum og eins niðursoðnum túnfiski. Það er sjaldan kryddað mikið. Spergilkál og grænkál eru hvort tveggja djúpgrænar jurtir, sem mælt er með að konur neyti til að auka kalk í beinum.

*Spergilkál=Brokkólí.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. 

Ljósmynd: Spergilkál, ljósm.: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
10. september 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Spergilkál“, Náttúran.is: 10. september 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/12/spergilkl/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. nóvember 2007
breytt: 10. september 2014

Skilaboð: