Rótin er kraftmest á haustin þegar ofanjarðarhlutar plöntunnar eru farnir að visna og deyja. Grafið upp rót einærra jurta þegar vaxtartímabilinu er lokið og rót fjölærra jurta á öðru og þriðja árinu þegar öll virk efni ættu að hafa myndast.

Grafið frá allri rótinni og varist að særa hana eða skera í hana. Skerið af þá hluta eða magn sem þörf er á og hyljið aðra hluta rótarinnar á ný . Ef rótin er mjög stór og ekki er þörf fyrir hana alla er venjulega hægt að taka hluta hennar án þess að rífa upp alla jurtina.

Þvoið alla mold af strax og þerrið rótina svo að hún þorni sem fyrst. Stórar, þykkar rætur þarf að skera í 2,5 cm þykkar sneiðar áður en þær eru þurrkaðar, bæði til þess að stytta þurrktímann og vegna þess að auðveldara er að skera ræturnar áður en þær þorna.

Ljósmynd: Nýuppteknar ætihvannarætur, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
28. október 2012
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Rót og jarðrenglur“, Náttúran.is: 28. október 2012 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/rt-og-jarrenglur/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. apríl 2007
breytt: 28. október 2012

Skilaboð: