Málþing um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnað verður haldið í Norræna húsinu þ. 26. apríl nk. kl. 20:00.

Þörf umræða hefur sprottið upp um ýmsa vankanta á aðbúnaði og velferð dýra íslenskum landbúnaði. Hvers vegna hefur umræðan orðið svona hávær að undanförnu? Er virkilega farið illa með þau dýr sem eru á boðstóli íslenskra neytenda? Hvað veldur þessum slæma aðbúnaði?

Dagskrá:

  • Sjónarmið neytenda – Linda Pétursdóttir
  • Ódýr matur,dýrkeypt blekking – Dr Ólafur R.Dýrmundsson frá Dýraverndarsambandi Íslands
  • Velferð dýra - Sif Traustadóttir – Dýralæknir og stjórnarmaður í Velbú
  • Aðgangur að lífrænu hráefni – Oddný Anna Björnsdóttir

Pallborð verður eftir flutning erinda.

Frummælander eru Kristján Oddsson bóndi á Neðra- Hálsi í Kjósá Neðra- Hálsi í Kjós og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís hf.

Er kominn tími til að breyta setningunni; „þú ert það sem þú borðar“ í „umhverfið er það sem við borðum“? Val okkar neytenda stýrir að stórum hluta framboði á matvælum og hvernig það er framleitt. Margir vilja ekki hugsa mikið um það hvaðan maturinn okkar kemur, en á það ekki að geta farið saman að vera dýravinur og kjötæta? Kjúklingabú þar sem unghænsnin eru um 16-19 á hvern fermetra og sofa í 4 klst á sólahring til að hámarka afköst er veruleiki íslenskrar kjúklingaframleiðslu. Í framleiðslu svínakjöts búa gylta og grísir á um 12 fm svæði og grísir á 0,8 fermetrum. Er það óhjákvæmilegur fylgifiskur nútíma framleiðsluhátta að dýr alast upp við slæman aðbúnað? Hvaða aðrar framleiðsluaðferðir eru mögulegar?

Allir velkomnir!

Sjá viðburðinn á Facebook.

Ljósmynd: Grís, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
23. apríl 2011
Höfundur:
Norræna húsið
Uppruni:
Norræna húsið
Tilvitnun:
Norræna húsið „Málþing um aðbúnað dýra í íslenskum landbúnaði“, Náttúran.is: 23. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/23/malthing-um-adbunad-dyra-i-islenskum-landbunadi/ [Skoðað:26. júlí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: