Umhverfisráðuneytið, í samvinnu við Landgræðslu ríkisins, Læknafélag Íslands og Mýrdalshrepp boðar til málþings um ævi og störf fyrsta íslenska náttúrufræðingsins Sveins Pálssonar í tilefni af 250 ára fæðingarafmæli hans sem er á Degi umhverfisins, 25. apríl næstkomandi. Til að heiðra minningu hans var fæðingardagur Sveins valinn sem Dagur umhverfisins á Íslandi árið 1999.

Sveinn var annálaður fræðimaður, rithöfundur, læknir og ferðagarpur sem var frumkvöðull í rannsóknum á náttúru landsins og þá sérstaklega jöklunum. Hann er talinn meðal fyrstu Íslendinganna sem vöktu athygli á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar.

 

Málþingið verður haldið þ. 24. apríl 2012 í sal 132 í Öskju HÍ milli kl. 15:00 og 17:00.

Dagskrá:

  • Ávarp umhverfisráðherra
  • Upplýsingarmaðurinn Sveinn Pálsson - Steinunn Inga Óttarsdóttir
  • Læknirinn Sveinn Pálsson - Ólafur Jónsson
  • Náttúrufræðingurinn Sveinn Pálsson - Oddur Sigurðsson
  • Jöklafræðingurinn Sveinn Pálsson - Helgi Björnsson
  • Fundarstjóri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Rauðkrítarteikning af Sveini Pálssyni, óþekktur höfundur.

Birt:
13. apríl 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Málþing um frumkvöðulinn og fræðimanninn Svein Pálsson“, Náttúran.is: 13. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/13/malthing-um-frumkvodulinn-og-fraedimanninn-svein-p/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: