Reykjavík býr sig undir vorið
Reykjavíkurborg stendur fyrir mörgum grænum viðburðum í apríl meðal annars skógargöngu, málþingi um orkumál og ferðaþjónustu, opnum fundi umhverfis- og samgönguráðs ásamt rathlaupi og umhverfisleikjum. Borgin tekur bæði þátt í Evrópskum orkudögum og verkefninu Grænn apríl.
Markmið Evrópskra orkudaga, sem fram fara 11.-15. apríl, er að efla hagkvæma orkunýtingu og styðja nýtingu vistvænnar orku. Markmið Grænna daga sem borgin tekur einnig þátt í er að hvetja ríki, sveitarfélög, fyrirtæki og almenning til að hugsa um umhverfismál á nýjan og öflugan hátt.
Grasagarður Reykjavíkur hefur skipulagt skógarleiðangra í Laugardal fyrir börn og er þegar fullbókað á viðburðina 4.-8. apríl. Í tilefni af alþjóðaári skóga er boðið upp á leiðsögn 16. apríl um útivistarskóginn í Öskjuhlíðinni sem oft hefur mælst vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga og unnendur skóga geta einnig farið í skógargöngu um nágrenni Rauðavatns 17. apríl.
Höfuðborgarstofa býður upp á málþing um umhverfisvæna ferðaþjónustu þar sem meðal annars verða kynntar grænar áherslur í ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar, umhverfisvottun og nýtt gæðakerfi í ferðaþjónustunni. Umhverfis- og samgöngusvið stendur fyrir málþingi til að miðla ráðum um hvernig fyrirtæki og heimili geti dregið úr orkunotkun. Orkuveita Reykjavíkur heldur opinn fund um orkunýtingu og mun kynna nýstárleg verkefni á sínum vegum.
Grænn er litur vors, vonar og umhverfismála.
Dagskrá Reykjavíkurborgar í Grænum apríl og á Evrópskum orkudögum (word)
Ferðalög til framtíðar
Sparnaður orkar ekki tvímælis
Kynningafundur Orkuveitunnar
Skógarganga, skógarlífgæði og umhverfisleikir
Skógarganga - Reynisvatn
Grænn apríl verkefnið
Evrópskir orkudagar
Birt:
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Reykjavík býr sig undir vorið“, Náttúran.is: 1. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/01/reykjavik-byr-sig-undir-vorid/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.