Eftirvinnsla heimildarmyndar Hörpu Fannar Sigurjónsdóttur and Helgu Sveinsdóttur um heitar laugar á Íslandi er nú í fullum gangi. Síðustu vikur hafa farið í að færa efnið af myndavélum á tölvutækt form, fara yfir klippurnar, fá klippara til að skoða efnið og svo fram eftir götunum, allt með aðstoð þess frábæra teymis er hefur verið að aðstoða þær við gerð þessarar myndar. Þær eru orðnar ansi spenntar eftir að hafa skoðað allt efnið og bíða nú spenntar eftir að sjá fyrsta afrakstur klippara. Þær vona að þið, lesendur góðir, bíðið einnig spennt..!

Á 12 daga puttaferðalagi þeirra um Suðurland, Austurland og hálendi Íslands heimsóttu þær eftirfarandi laugar:

  • Laugafellslaug, nálægt Snæfelli (á Kárahnjúkasvæðinu).
  • Laugavalladalur, norðan við Kárahnjúka (2 laugar og heitur foss)
  • Víti, við Öskju
  • Jarðböðin Mývatni
  • Stóragjá Mývatni
  • Grjótagjá Mývatni
  • Þeistareykjalaug (uppþornuð)
  • Ostakarið Húsavík
  • Kaldbakslaug við Húsavík
  • Laugafell, af Sprengisandsleið
  • Landmannalaugar
  • Vígðalaug Laugavatni
  • Kúalaug Haukadal (2 laugar)
  • Marteinslaug Haukadal
  • Hrunalaug hjá Flúðum (fundum hana reyndar ekki)
  • Fótaböðin á hverasvæðinu í Hveragerði
  • Seljavallalaug undir Eyjafjöllum
  • Nauthólsvík Reykjavík

Enn leita Harpa og Helga að fjármagni til að ljúka við myndina. Nánari upplýsingar á heitarlaugar.blogspot.com.

Sjá staðsetningu allra náttúrulegra baðlauga hér á Græna Íslandskortinu.

Birt:
3. nóvember 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Heimildamynd um heitar laugar á Íslandi á lokasprettinum“, Náttúran.is: 3. nóvember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/11/03/heimildamynd-um-heitar-laugar-islandi-lokasprettin/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. febrúar 2014

Skilaboð: