Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra hefur í hyggju að setja reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla. Markmið hennar er að tryggja neytendum réttar og greinargóðar upplýsingar um þau matvæli sem á boðstólnum eru. Þannig verður komið til móts við vilja almennings um að matvæli sem innihalda erfðabreytt matvæli séu merkt auk þess sem matvælalög mæla fyrir um að neytendur fái upplýsingar um innihald matvæla.

Um nokkurra ára skeið hefur hópur fólks, félagasamtaka og fyrirtækja unnið að því að vekja athygli á því að enn hefur ekki verið sett löggjöf um að skylt sé að merkja slíkar vörur sérstaklega hér á landi, líkt og gert er í öðrum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum. Jafnframt hefur áhugahópurinn staðið fyrir því að vekja athygli á málum sem varða erfðabreytingar og áhrif þess á umhverfið, m.a. haldið úti vefnum erfdabreytt.net. Umhverfisráðherra er því að bregðast við ákveðnum þrýstingi sem að var orðin löngu tímabær að láta undan og ber að fagna því.

Sjá alla fréttina á vef Umhverfisráðuneytisins.
Sjá vefinn erfdabreytt.is.

 

Birt:
3. febrúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Drög að reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla“, Náttúran.is: 3. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/merking_erfdabreyttra_matvaela/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 9. mars 2011

Skilaboð: