Konfúsíusarstofnun Norðurljós sýnir kínversku heimildarmyndina Grænir hermenn (Heavy Metal) e. Jin Huaqing (2010) í sal 132 í Öskju í dag kl. 17:30.

Í meira en 20 ár hafa Japanir, Bandaríkjamenn, Ástralir, Evrópubúar og fleiri, flutt fleiri tonn málm- og raftækjaúrgangs til Fengjiang borgar. Haugar allskyns málma hafa skuggaleg áhrif á borgarmyndina.

Um 50 þúsund farandverkamenn, sem forðast fátæktina í vestur-Kína, mynduðu hersveit sem tekur á málmúrgangi. Þessir „grænu hermenn“ sundra, skera, klippa og endurvinna, með afar frumstæðum hætti, allt að tvö milljón tonn af rusli ár hvert. Borgin sveiflast í takti þessarar linnulausrar vinnu sem eingöngu dofnar um myrkar nætur.

Til að rýna betur í þetta hátterni fylgir leikstjórinn Zhang Han og Jing Qiuhua í daglegu amstri, en líf þeirra er látlaus barátta, og þeir stofna heilsu sinni í hættu vegna skelfilegra vinnuaðstæðna. Brotajárnið heldur áfram að safnast og varpar því kvikmyndin átakanlegu ljósi á neytendasamfélag okkar.

Sýningin er öllum opin og aðgangur er ókeypis!

Sýningartími er 52 mín.

Birt:
3. mars 2011
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Kínverska heimildarmyndin Grænir hermenn sýnd í dag“, Náttúran.is: 3. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/03/kinverska-heimildarmyndin-graenir-hermenn-synd-i-d/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. mars 2011

Skilaboð: