Arkís og vistvænar byggingar - Fyrirlestur. Hafnarhús, fimmtudag 3. mars kl.17:00.
Arkitektastofan ARKÍS, sem hefur viðamikla reynslu af verkefnum í skipulagi og arkitektúr, mun kynna verkefni stofunnar, t.a.m. gestastofuna á Skriðuklaustri sem er þegar risin, gestastofu á Snæfellsnesi og Náttúrufræðistofnun á fyrirlestri sem Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir í dag. Öll hús ARKÍS eru hönnuð út frá hönnunarviðmiðum fyrir vistvænar byggingar.

ARKÍS er margverðlaunuð, framsækin arkitektastofa sem starfað hefur frá árinu 1997. Verk ARKÍS spanna öll svið arkitektúrs, skipulags og hönnunar auk þess sem stofan býður upp á alhliða ráðgjöf varðandi umhverfisvæna hönnun og BREEAM umhverfisvottun.

Fyrirlesturinn er skipulagður í tengslum við sýninguna Án áfangastaðar sem stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Útgangspunktur sýningarinnar er ferðahugurinn og upplifun ferðamannsins á því umhverfi sem verður á vegi hans. Verkin endurspegla hugmyndir samtímalistamanna um ferðalög, staði og staðleysur og beina sjónum að hinu skapandi og persónulega samtali sem á sér stað við upplifun ólíkra staða og mótar hugmyndir okkar um þá.

Viðburðurinn er ókeypis og stendur öllum opinn.

Ljósmynd: Gestastofan Skriðuklaustri.

Birt:
March 2, 2011
Höfundur:
Arkís
Uppruni:
Arkís
Tilvitnun:
Arkís „ARKÍS og vistvænar byggingar - Fyrirlestur“, Náttúran.is: March 2, 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/02/arkis-og-vistvaenar-byggingar-fyrirlestur/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: March 3, 2011

Messages: