Hér að neðan er tengill á yfirlýsingu frá Andrej Hunko, þingmanni þýska flokksins Der Linke, sem hann sendi frá sér í gær.

Í yfirlýsingunni biðlar Hunko til íslenskra stjórnvalda, þá sérstaklega Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, um að draga sannleikann um veru og störf breska lögreglunjósnarans Mark Kennedy hér á landi og yfirmanna hans fram í dagsljósið.

Yfirlýsinguna skrifaði Hunko í kjölfar myndbirtingar og yfirlýsingar Saving Iceland frá því 3. maí sl. en umrædd mynd, sem send var á alla íslenska fjölmiðla og þingmenn, sýnir íslenska lögreglumenn kljást við Kennedy sumarið 2005.

Meðal þess sem Hunko bendir á er að téð mynd gefi til kynna að íslenskum yfirvöldum hafi verið kunnugt um veru Kennedy hér á landi. Hann bendir einnig á að ef íslensk stjórnvöld hafi ekki vitað af Kennedy hafi breska lögreglan brotið alþjóðleg lög og við því verði íslensk stjórnvöld að bregðast.

Lesa má alla tilkynningu Hunko hér á vefsíðu hans:
http://www.andrej-hunko.de/presse/530-international-infiltration-of-protest-movements-to-be-investigated

Hún hefur einnig verið birt á vefsíðu Saving Iceland:
http://www.savingiceland.org/2011/05/german-mp-appeals-to-icelandic-authorities-to-come-clean-about-spying-on-saving-iceland/

Birt:
14. maí 2011
Höfundur:
Saving Iceland
Uppruni:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Saving Iceland „Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko hvetur íslensk stjórnvöld til að segja sannleikann um Mark Kennedy“, Náttúran.is: 14. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/14/thyski-thingmadurinn-andrej-hunko-hvetur-islensk-s/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: