Þann 04. og 05. júní næstkomandi býður htveir ykkur einstakt tækifæri til að fræðast um hómópatíu með . Miranda er bresk og hefur starfað sem hómópati síðan 1983. Í dag býr hún og starfar á Flórída í Bandaríkjunum. Miranda hefur einnig víðtæka reynslu í nálastungumeðferðum, lithimnulestri, heilun og húmanískum sálrænum meðferðum. Hún hefur gefið út þrjár metsölubækur um hómópatíu og verið meðhöfundur af öðrum ritverkum. Auk þess skrifar hún reglulega í fagtímarit og ýmsa aðra miðla sem fjalla um hómópatíu og heilsutengd málefni.
Miranda er mjög eftirsóttur kennari og fyrirlesari um allan heim. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá hana hingað til lands og ættu allir sem áhuga hafa á hómópatíu og heildrænum meðferðum að tryggja sér sæti.

04. júní 2011: Farið verður í gegnum vefjasöltin, Dr. Schlüssler Tissue Remedies, hvernig hægt er að nota þau við margskonar kvillum og tengingu þeirra við hómópatískar remedíur.

05. júní 2011: Farið verður yfir sambönd á milli ýmissa remedíumynda með sérstakri áherslu og tengingu við “Bowel Nosodes”, einnig verður farið inn á hvernig má notast við  “Miasm” upplýsingar við val á remedíu.

Námskeiðið fer fram á ensku.

Staðsetning: ÍSÍ, íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 2. hæð, Salur E, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.
Fyrirlesturinn stendur frá kl. 10 til kl. 17. Matarhlé verður frá kl. 12:30 – kl. 13:30.

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.htveir.is.

Birt:
20. maí 2011
Tilvitnun:
Anna Birna Ragnarsdóttir „Námskeið í hómópatíu með Miröndu Castro“, Náttúran.is: 20. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/20/namskeid-i-homopatiu-med-mirondu-castro/ [Skoðað:10. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. maí 2011

Skilaboð: