Elskaðu mat, hataðu sóun
Orð dagsins 19. janúar 2008
Góður árangur hefur náðst í átaki til að draga úr brottkasti matvæla í Bretlandi. Átakið, sem ber yfirskriftina „Love Food, Hate Waste“ og var hleypt af stokkunum árið 2007, er talið hafa hjálpað tveimur milljónum breskra heimila til að draga úr brottkasti samtals 137.000 tonna af mat. Þar með hafa þessi sömu heimili sparað um 300 milljón sterlingspund (um 57 milljarða íslenskra króna) í matarinnkaupum. Talið er að samtals hendi Bretar um 6,7 milljónum tonna af mat á ári, að verðmæti samtals um 10 milljarðar punda. Þetta er um þriðjungur af öllum mat sem keyptur er í landinu.
Lesið frétt EDIE 16. janúar sl. a
og rifjið upp „Orð dagsins“ 9. nóvember 2007
Birt:
19. janúar 2009
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Elskaðu mat, hataðu sóun“, Náttúran.is: 19. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/19/elskaou-mat-hataou-soun/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 6. mars 2014