Nýr vefur til að bæta hjólaleiðir í Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur opnað nýjan vef til að kortleggja hjólaleiðar til og frá vinnu, þar sem jafnframt er hægt að koma með ábendingar um úrbætur og mæla vegalengdir. Fólk getur bent á vástaði, t.d. hvar vanti göngu- og hjólreiðastíga, hvar bifreiðar fari of hratt og skrifað aðrar athugasemdir. Einnig er hægt að sækja hjólaferil í GPX skrá fyrir GPS tæki.
Eva Einarsdóttir formaður Íþrótta- og tómstundráðs Reykjavíkurborgar sagði frá nýja vefnum á opnunarhátíð Hjólað í vinnuna í morgun. Hún sagði að markmiðið væri að sjá hvar fólk vill hjóla, hvar það telur sig öruggt og hvar óöruggt. Þeir sem nota vefinn taka um leið þátt í því að bæta aðgengi og upplifun hjólreiðafólks. Upplýsingarnar nýtast við að skipuleggja Hjólaborgina Reykjavík en vefurinn er byggður á borgarvefsjá
Reykjavíkurborg heldur einnig áfram í sumar að bæta aðstæður fyrir hjólandi og gangandi í borginni til dæmis með því að opna götur alfarið fyrir gangandi og hjólandi í Hafnarstræti, Pósthússtræti og Austurstræti, sagði Eva Einarsdóttir og að tíu kílómetrar af hjólastígum í borginni hafi verið skipulagðir og fyrsti áfangi hjólreiðaáætlunar því litið dagsins ljós. Hraðleið frá Laugardal að Ægisíðu ásamt hjóla- og göngbrú yfir Elliðaárósa hefur til að mynda verið hönnuð.
Sjá nýja vefinn um hjólaleiðir
Sjá vef Hjólað í vinnuna.
Sjá Borgarvefsjá
Birt:
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Nýr vefur til að bæta hjólaleiðir í Reykjavík“, Náttúran.is: 4. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/04/nyr-vefur-til-ad-baeta-hjolaleidir-i-reykjavik/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.