Stöðnun í landbúnaði
Íslenska landbúnaðarkerfið heldur aftur af eðlilegri þróun búskaparhátta. Kerfið snýst fyrst og fremst um sauðfjárrækt og nautgriparækt og stuðlar að því að bændur haldi áfram að framleiða þar sem framleitt hefur verið. Þetta segir Daði Már Kristófersson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands.
Daði segir miklar breytingar framundan í landbúnði, á Íslandi og í heiminum öllum, meðal annars vegna hækkandi matvælaverðs. Frá árinu 2000 hafi matvælaverð hækkað - í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Hærra verð, kynbætur og loftslagsbreytingar, valdi miklum breytingum og bæti samkeppnisstöðu jaðarsvæða eins og Íslands. hér séu stór tækifæri í landbúnaði. En núverandi kerfi styðji ekki við nýjungar.
Hlusta hér á viðtalið við Daða Má á vef Ríkisútvarpsins.
Ljósmynd; Kindur í réttum, Guðrún A. Tryggvadóttir.
Birt:
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Stöðnun í landbúnaði“, Náttúran.is: 13. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/13/stodnun-i-landbunadi/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.