Í jarðfræðiskýrslu sem fylgdi með umhverfismati vegna Þjórsárvirkjana árið 2003 koma fram ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Í fyrsta lagi hafa stíflumannvirki og uppistöðulón aldrei verið byggð áður við svipaðar aðstæður. Í skýrslunni er bent á að skoða þurfi eftirfarandi:
  1. Um er að ræða upptakasvæði stórra jarðskjálfta. Jarðskjálftar af stærðargráðunni 6-7 á Richter verða nokkrum sinnum á öld. Suðurlandsskjálftinn árið 2000 losaði í þessu sambandi einungis 25% af spennunni sem er í jarðskorpunni á þessu svæði.
  2. Mikill fjöldi virkra jarðskjálftasprungna liggur um svæðið. Þessar sprungur geta verið upprunasprungur jarðskjálfta eða þær geta opnast og hreyfst til í skjálftum. Sprungurnar mega alls ekki lenda undir mikilvægum mannvirkjum.
  3. Sprungurnar eru lekar jafnvel þótt þær hreyfist ekki. Reikna verður með því að uppistöðulón sem eru byggð ofan á lekum sprungum geti lekið.
  4. Þéttleiki virkna sprungna er mikill. Reikna má með að áætluð jarðgöng á svæðinu sem snúa í Austur - Vestur skeri einhverjar sprungur.

Í ljósi ofangreindra atriða hlýtur að vakna sú spurning hvort að jarðfræði Þjórsársvæðisins hafi verið nógu vel rannsökuð, hvort að hægt sé að byggja uppistöðulón á sprungum sem gætu lekið eða hvort að náttúra svæðisins sé þess eðlis að hún henti ekki fyrir virkjanir af þessari stærðargráðu.

Greinin birtist á bloggsíðu Ingibjargar Elsu Björnsdóttur umhverfis- og jarðfræðings í dag.

Myndin sýnir jarðfræðikort með sprunguteikningum lagt yfir kort frá Landsvirkjun með áformuðum virkjunum. Niðursaðan er sú að undir tveimur eftri lónunum eru sprungur sem að ógerlegt verður að teljast að gera öruggar sem uppustöðugrunnur fyrir lón.

Birt:
2. ágúst 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Varasöm jarðfræði við Þjórsá“, Náttúran.is: 2. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/02/varsm-jarfri-vi-jrs/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. apríl 2011

Skilaboð: