Á vef Eddu útgáfu er frétt um að bókin Íslenski hesturinn sem kom út á íslensku haustið 2004 sé nú komin út á ensku og þþsku. „Íslenska hestinum“ var ritstýrt af Gísla B. Björnssyni og Hjalta Jóni Sveinssyni. Frá upphafi var stefnt að því að þetta stórvirki kæmi einnig fyrir sjónir erlendra unnenda íslenska hestsins þó byrjað hafi verið á íslensku útgáfunni. Ísland hefur fengist vottað sem upprunaland íslenska hestsins og komið hefur verið á fót einni alþjóðlegri ættbók þar sem íslenskir hestar eru skráðir eftir samræmdri skráningu. Slíkt er algerlega einstakt meðal allra hestakyna heimsins.

Nú mun íslenski hesturinn vera algengari á erlendri grundu en innanlands. Eitt af fjölmörgum efnistökum bókarinnar er kafli um myndheim íslenskra myndlistarmanna með íslenska hestinn sem viðfangsefni.

Eitt verkanna í þeim kafla er olíumálverk eftir Guðrúnu Tryggvadóttur. Myndin nefnist „Hetjumynd/Heroin/Heldin“ frá árinu 1986-87 og er í eigu Listasafns Reykjavíkur.

Sjá nánar um verk Guðrúnar.
Birt:
8. maí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „The Icelandic Horse - Das Islandpferd“, Náttúran.is: 8. maí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/islandpferd/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: