Gætir þú verið með candida sveppasýkingu?
Höfundar bókarinnar Candida sveppasýking, þau Hallgrímur Þ. Magnússon læknir og Guðrún G. Bergmann halda fyrirlestur um orsakir og afleiðingar candida sveppasýkingar. Hallgrímur fjallar um læknisfræðilega þáttinn og skýrir út orsakir og afleiðingar. Hann fer yfir hvaða áhrif sýkingin getur haft á almennt heilsufar og hvernig hægt er að snúa því við. Guðrún fjallar um helstu einkennin, afleiðingar langvarandi sveppasýkingar, bataleiðir og betra líf. Einnig fjallar hún um það sem kalla má „táknmál líkamans" eða hvernig hægt er að lesa úr verkjum og ýmsu öðru hvaða líkamskerfi er undir álagi.
Fyrirlesturinn verður haldinn immtudaginn 3. febrúar kl. 17:30 - 19:30 í Maður Lifandi Borgartúni 24. Skráning á netfangið: madurlifandi@madurlifandi.is. Aðgangseyrir er kr. 2.900.
Birt:
Tilvitnun:
Maður lifandi „Gætir þú verið með candida sveppasýkingu?“, Náttúran.is: 29. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/29/gaetir-thu-verid-med-candida-sveppasykingu/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. maí 2011