Náttúruverndarsamtök Íslands um Drög að orkustefnu
Náttúruverndarsamtök Íslands telja Drög stýrihóps að orkustefnu mikla búbót fyrir umræðu um sjálfbært samfélag á Íslandi. Um tveggja áratuga skeið hefur verið rekin de facto orkustefna; stefna sem þótti svo sjálfsögð að hún var eiginlega ekki til umræðu.
Mikilvægt er að orkustefna feli í sér metnaðarfull markmið um orkusparnað, aukna orkunýtni og að dregið verði úr notkun jarðefnaeldsneytis. Taka verður á þeirri gífurlegu orkusóun sem á sér stað í samgöngum og fiskveiðum. Drögin taka að nokkru leyti á þessu en talsvert skortir á að skýr gögn séu lögð fram og að markmið séu töluleg og tímasett.
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að í Drögunum er hvergi minnst á hugsanlega/mögulega nýtingu olíu- og gaslinda á Drekasvæðinu.
Náttúruverndarsamtök Íslands telja brýnt að Drög að orkustefnu verði lögð fyrir Alþingi til ályktunar og samþykkis. En betri samþætting við Rammaáætlun og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum er nauðsynleg.
Birt:
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Náttúruverndarsamtök Íslands um Drög að orkustefnu“, Náttúran.is: 1. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2011/03/01/natturuverndarsamtok-islands-um-drog-ad-orkustefnu/ [Skoðað:23. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.