Laugardaginn 19. september kl. 18:00 opnar heimasíða með upplýsingum um loftslagsmál, Loftslag.is. Ritstjórar síðunnar eru Sveinn Atli Gunnarsson og Höskuldur Búi Jónsson.

Á heimasíðunni verða fréttir úr heimi loftslagsvísindanna, reglulegir gestapistlar, blogg ritstjórnar ásamt fleira efni, frá bæði sérfræðingum og áhugafólki. Fyrsti gestapistillinn er eftir Dr. Halldór Björnssoní deildarstjóra á Veðurstofu Íslands.
Hornsteinn þessarar heimasíðu eru "Vísindin á bakvið fræðin". Þar verður komið inn á sögu loftslagsvísinda, grunnkenningar, afleiðingar, lausnir o.fl. sem viðkemur fræðunum. Skoðanaskipti í athugasemdakerfinu gera vefinn lifandi, þar sem lesendur geta varpað fram málefnlegum vangaveltum, um fréttir, pistla og annað efni sem birt verður á síðunni.

Sænski vísindamaðurinn Svante Arrhenius, sem fæddist árið 1859, var brautryðjandi í útreikningum á þeim áhrifum sem aukinn styrkur koldíoxíðs hefur á hitastig jarðar. Opnunardagurinn, 19. september varð fyrir valinu hjá ritstjórn Loftslag.is því þá eru 55.000 dagar frá fæðingu hans.

Birt:
18. september 2009
Uppruni:
Loftslag.is
Tilvitnun:
Sveinn Atli Gunnarsson og Höskuldur Búi Jónsson „Loftslag.is - vefur um loftslagsmál“, Náttúran.is: 18. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/18/loftslag-vefur-um-lofslagsmal/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: