Richard Van Os Keuls, arkitekt frá Silver Spring, Maryland hóf fyrir nokkrum árum að safna áldósum til að þekja vegg á viðbót á húsi.

Hann þrífur dósirnar vel til að losna við alla lykt svo að engar pöddur falli í þá freistingu að reyna að komast að dósunum. Svo stígur hann á dósirnar til að gera þær flatar og notar svo hamar til að fá hringlaga form á dósirnar.
Síðan er dósunum tyllt á vegginn eins og þakplötum, með álnöglum.
Veggurinn verður samt sem áður að vera úr krossviði eða einangrunarplötu.

Richard reiknar með því að litir dósanna dofni smám saman en ætlar þó ekki að mála yfir þær því honum finnst flott hvernig ljósið leikur um mismunandi áferðir dósanna. Á sólríkum degi glitra dósirnar .

Richard tekur fram að dósirnar eru ekki háværar þegar það rignir og að ryðmyndunin eigi enn eftir að eiga sér stað.

Þó gekk ekki allt vandræðalaust fyrir sig þegar Richard ákvað að safna dósum úr sorphaug borgarinnar því dósaveggurinn vakti mikið umtal og var Richard sektaður fyrir að hafa “stolið” eigum borgarinnar og að hafa ferðast með stolnar eigur.

Allir ættu að taka sér Richard Van Os Keuls til fyrirmyndar. Lítið í kringum ykkur og byrjið að endurvinna!

Mynd og grein tekin af Treehugger

Birt:
Jan. 11, 2009
Tilvitnun:
Móna Róbertsdóttir Becker „Endurvinnslu-arkitektúr“, Náttúran.is: Jan. 11, 2009 URL: http://nature.is/d/2007/06/14/endurvinnslu-arktektr/ [Skoðað:Oct. 3, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: June 14, 2007
breytt: Jan. 11, 2009

Messages: